Útskrift nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ

Nemendur Sjávarútvegsskóla Gró fóru í hvalaskoðun fyrr á árinu í Eyjafirði. Nemendur Sjávarútvegsskóla Gró fóru í hvalaskoðun fyrr á árinu í Eyjafirði.

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fer fram miðvikudaginn 15. maí. Athöfnin fer fram í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar, Fornubúðum 5 Hafnarfirði og hefst kl. 15:10. Að athöfninni lokinni munu útskriftarnemendur kynna verkefni sín á sérstakri veggspjaldasýningu.

Meðal þess sem hægt er að skoða eru rannsóknir á þaraeldi á Kyrrahafseyjum, stjórnun veiða á kolkrabba í Austur-Afríku, áskoranir í fiskeldi í Vestur-Afríku og nýjar lausnir við gagnaöflun í fiskveiðum á Karabíska hafinu.

Alls útskrifast 25 nemendur frá Sjávarútvegsskólanum í ár. Þeir koma frá 15 löndum í Mið-Ameríku, Afríku og Asíu -- 11 konur og 14 karlar.

Flestir útskrifast af fiskveiðistjórnunarlínu (10), en fimm af hverri hinna þriggja, stofnstærðarlínu, fiskeldislínu og gæðastjórnunarlínu. Frá upphafi hafa 488 nemendur lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum frá yfir 60 samstarfslöndum.

Sjá nánar dagskrá hér>

Síða nemenda 2023-24>


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?