Úthafsrækjuleiðangur

Ljósm. Ingibjörg G. Jónsdóttir. Ljósm. Ingibjörg G. Jónsdóttir.

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er að hefja 17 daga leiðangur til að skoða útbreiðslu og magn rækju í úthafinu. Alls verða teknar 86 stöðvar í stofnmælingunni.

Úthafsrækjusvæðið, fyrir norðan og norðaustan landið, hefur verið kannað árlega með sambærilegum hætti frá árinu 1987 að undanskildum árunum 2019 og 2021. Gögnin eru notuð til að meta stofnstærð og veita ráðgjöf um veiðar á úthafsrækju.

Í leiðangrinum verður einnig haldið áfram með merkingar á þorski en átak hófst í þorskmerkingum árið 2019. Frá þeim tíma hafa um 17 þúsund þorskar verið merktir og hafa merki úr tæplega 700 þorskum skilað sér til Hafrannsóknastofnunar.

Um borð eru 4 vísindamenn og 12 manna áhöfn. Hægt er að fylgjast með gangi leiðangursins á skip.hafro.is.

mynd af rannsóknaskipinu

Ljósm. Sigurborg Jóh.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?