Undirritaður samningur um útboð fyrir nýtt hafrannsóknaskip

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu í dag samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip. Samninginn undirrituðu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Ragnar Davíðsson sviðsstjóri þjónustu hjá Ríkiskaupum og Sólmundur Már Jónsson sviðstjóri mannauðs og rekstrar hjá Hafrannsóknastofnun voru viðstaddir undirritunina.

 mynd frá undirskrift


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?