Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Svandís Svavarsdóttir í heimsókn

Frá heimsókn ráðherra. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir. Frá heimsókn ráðherra. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Þann 7. desember fengum við hjá Hafrannsóknastofnun góðan gest, þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heimsótti stofnunina ásamt ráðuneytisstjóranum Benedikt Árnasyni, Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur, skrifstofustjóra og Iðunni Garðarsdóttur, aðstoðarmanni Svandísar.

Gestirnir fóru um borð í rannsóknaskipið Árna Friðriksson, skoðuðu húsið og heilsuðu upp á starfsmenn Fornubúða 5.

Að því loknu var fundað með Framkvæmdastjórn þar sem kynntur var reksturinn og helstu verkefni sem Hafrannsóknastofnun sinnir, ásamt því að fara yfir áskoranir næstu ára.

mynd með færslu

Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Þórðarson ræða saman.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?