Ráðgjöf um veiðar á rækju við Snæfellsnes

Ráðgjöf um veiðar á rækju við Snæfellsnes

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að leyfðar verði veiðar á 442 tonnum af rækju við Snæfellsnes á tímabilinu frá 1. maí 2018 til 15. mars 2019. Ráðgjöfin byggir á niðurstöðum könnunar sem fram fór dagana 16. - 20. apríl s.l. við Snæfellsnes á Bjarna Sæmundssyni RE 30. Forsendur ráðgjafar má nálgast hér.

Könnunin leiddi í ljós að stofnvísitala rækjustofnsins á svæðinu hefur lækkað undanfarin tvö ár og hefur ekki mælst lægri frá árinu 2004. Stærð rækju í Breiðafirði var 141 stk/kg en rækjan er oft smærri í Kolluál og taldist 181 í kílói. Lítið var af fiski á slóðinni.
Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar, veiðar og ráðgjöf má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?