Ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld

Ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld

Í dag veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2019 fyrir norsk-íslenska síld. Byggja þau ráð á nýrri aflareglu sem strandríkin samþykktu fyrr í þessum mánuði. ICES ráðleggur í samræmi við aflaregluna að afli ársins 2019 verði ekki meiri en 588.562 tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs er 384 þúsund tonn og er því um að ræða nær 53% aukningu í ráðlögðum afla. Ástæða þess er fyrst og fremst þær breytingar sem gerðar hafa verið á aflareglunni sem leiða til hærri veiðidánartölu. Hrygningarstofninn heldur áfram að minnka og nýliðun hefur verið slök um langt árabil. 

Nánar má lesa um ráðgjöfina hér:


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?