Ráðgjöf rækju við Snæfellsnes

Rækja. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Rækja. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2021 til 15. mars 2022 verði ekki meiri en 393 tonn.

Ástand rækju við Snæfellsnes var ekki kannað með stofnmælingu árið 2021. Stofnvísitala hefur sveiflast í kringum meðaltal árin 2008-2016 en frá árinu 2017 hefur hún verið töluvert lægri en árin á undan og eru þær lægstu frá árinu 2005. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á ráðgjöf fiskveiðiársins 2020/2021 en vegna óvissu um ástand stofnsins er hún lækkuð um 20%.

Hlekkur á ráðgjöfina

Hlekkur á tækniskýrslu um veiðar og stofnmat.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?