Ráðgjöf fyrir rækju í Skjálfandaflóa 2020/2021

Rækja. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Rækja. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Skjálfanda fiskveiðiárið 2020/2021. Stofnvísitala rækju í Skjálfanda hefur haldist lág síðan árið 1999, fyrir utan árin 2011 og 2012. Samkvæmt stofnmælingu haustið 2020 mældist rækjustofninn í Skjálfanda undir skilgreindum varúðarmörkum (Ilim).

Stofnmælingin í nóvember 2020 fór ekki fram við kjöraðstæður þar sem stormur og norðanáttir voru ríkjandi á þessum tíma. Tekin var full könnun ásamt tveimur aukatogum austarlega í flóanum.

Árið 2020 var vísitala þorsks sú hæsta frá árinu 2012, vísitala ýsu sú hæsta frá árinu 2009 og vísitala ýsuseiða sú næsthæsta frá árinu 1993. Má því búast við að vísitala rækju á svæðinu muni ekki hækka í bráð.

Hlekkur á ráðgjöf rækju í Skjálfandaflóa.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?