Ráðgjöf fyrir rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi 2021/2022

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Stofnmæling rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi fór fram dagana 30. september til 9. október 2021. Byggt á niðurstöðum þeirra mælinga ráðleggur Hafrannsóknastofnun að leyfðar verði veiðar á 149 tonnum af rækju í Arnarfirði en að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2021/2022.

Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var lág en yfir skilgreindum varúðarmörkum. Rækja var smærri árin 2018-2021 samanborið við fyrri ár en magn karldýra var meira en undanfarin ár. Vísitala ýsu var sú hæsta frá árinu 2011 en magn þorsks var í meðallagi.

Stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi var sú lægsta sem mælst hefur frá árinu 1988. Vísitala ýsu hefur haldist há frá árinu 2004 og árin 2020-2021 voru vísitölur ýsu þær hæstu sem mælst hafa í Ísafjarðardjúpi. Útbreiðslusvæði ýsu hefur stækkað og nær hún nú inn allt Djúpið.

Hlekkir á ráðgjöf og niðurstöður úr stofnmælingu fyrir:

Arnarfjörð

Ísafjarðardjúp


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?