Plast frá veiðarfærum í ferskvatni

Plast frá veiðarfærum í ferskvatni

Plast frá veiðarfærum í ferskvatni

Nýlega kom út ný yfirlitsgrein í “Reviews in Fishery Biology and Fisheries” sem heitir ”Yfirgefin, tínd eða brottköstuð veiðarfæri frá fiskveiðum í ferskvatni” (e. Abandoned, lost, and otherwise discarded fishing gear in world’s inland fisheries).

Eins og titilinn ber með sér þá er hér fjallað um veiðarfæri sem verða eftir í ferskvatnskerfum heimsins oftast í tengslum við atvinnuveiðar en einnig frístundaveiðar. Þetta er ekki eiginleg rannsókn heldur samantekt á öllum greinum á heimsvísu sem fundust útgefin um þetta málefni. En aðeins fundust 16 rannsóknir á heimsvísu um efnið sem spannar frá 1970 til 2023. En hægt er að fullyrða að þörf er á svona rannsóknum í hverju landi sem hafa einhverjar veiðar í ferskvatni til að geta brugðist við ef það stefnir í óefni, eða sannreyna heilbrigð vatnakerfi.

Fyrsti höfundur er Drake Ssempijja frá Úganda, en hann var nemandi GRÓ/FTP 2016 undir námslínu um veiðitækni. Drake er núna í doktorsnámi við University of Massachusetts Dartmouth undir leiðsögn Pingguo He sem er einnig höfundur af greininni. Annar höfundur af greininni er Haraldur A. Einarsson Fiskifræðingur með sérsvið í veiðitækni og starfar bæði hjá Hafrannsóknastofnun og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO).

Samvinna Drake og Haraldar hófst eftir nám Drakes hjá GRÓ/FTP og er von á fleirum greinum um frekari greiningu á plastvandamálum í ferskvatnsvæðum heims með upprunna frá veiðarfærum.

Yfirlitsgreinina má sjá hér


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?