Nýtt rannsóknaskip smíðað

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var smíðað árið 1970. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var smíðað árið 1970.

Á sérstökum hátíðarfundi Alþingis sem haldinn verður á Þingvöllum 18. júlí nk., mun Alþingi samþykkja þingsályktunartillögu um verkefni í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Annað þeirra er smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Skv. tillögunni, sem hefur verið birt á vef Alþingis, er gert ráð fyrir að 300 milljónum kr. verði varið í hönnun og undirbúning smíðarinnar á árinu 2019 og 3,2 milljörðum króna í smíði skipsins á árunum 2020-2021.

Nýtt rannsóknaskip mun leysa Bjarna Sæmundsson af hólmi, sem smíðaður var árið 1970, og mun gerbreyta og bæta aðstöðu til rannsókna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?