Nýr forstjóri Hafrannsóknastofnunar skipaður

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar frá 1. apríl 2021. Þorsteinn er fiskifræðingur með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient gráðu frá Háskólanum í Bergen. Hann hefur starfað yfir 25 ár hjá Hafrannsóknastofnun.

Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar býður Þorstein velkominn til starfa.

Sigurði Guðjónssyni, fráfarandi forstjóra, er óskað velfarnaðar og þakkað samstarfið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?