Ný síða um sjávarhita á vef Hafrannsóknastofnunar

Skjáskot af nýrri síðu um mælingar á hitastigi sjávar. Skjáskot af nýrri síðu um mælingar á hitastigi sjávar.

Ný síða um sjávarhita hefur verið sett út á vef Hafrannsóknastofnunar. 

Síðan inniheldur nýja framsetningu á gögnum úr síritum sem mæla hitastig sjávar í höfnum á ýmsum stöðum á landinu. Markmiðið var að gera síðuna aðgengilegri fyrir almenna notendur og sýna gögn úr virkum mælum á skýrari hátt.

Á yfirlitssíðu má á fljótlegan hátt sjá yfirlit yfir nýjustu tölur úr síritum og skoða þróunina 2 vikur aftur í tímann. Sumir síritanna eru símatengdir og berast gögn úr þeim daglega. Fyrir hvern stað er svo hægt að sjá ítarlegri gögn, meðaltöl og grunngögn, mörg ár aftur í tímann.

Á samanburðarsíðu er hægt að sjá samanburð á hitatölum fyrir marga staði í einu og mismunandi tímabil.

Undir „Eldri gögn“ er eldri útgáfu síðunnar, hún er líka aðgengileg á slóðinni sjora.hafro.is. Þar má finna mikið af gögnum sem eru ekki á nýju síðunni. Nýju vefsíðuna um sjávarhita má finna hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?