Leiðrétting á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir ígulker frá 13. júní 2019

Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem birt var á vef stofnunarinnar þann 13. júní síðastliðinn fyrir ígulker segir meðal annars: „Jafnframt er lagt til að innan þessa svæðis verði dregin lína (65°13´00“N) til skiptingar svæðinu og aflamark norðan hennar verði 69 tonn og sunnan 206 tonn“.   

Mistök urðu í framsetningu ráðgjafarinnar og hefur stofnunin nú uppfært ráðgjöfina þannig að áðurnefnd setning verður svohljóðandi: „Jafnframt er lagt til að innan þessa svæðis verði dregnar línur suður og austur úr punktinum 65°13´00N og 22°40‘00V til skiptingar svæðinu og aflamark norðan og vestan við línurnar verði 69 tonn og sunnan og austan verði 206 tonn“.   

Hafrannsóknastofnun harmar þessi mistök. 

Hér má finna hlekk á ráðgjöfina uppfærða

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?