Leiðrétt ráðgjöf um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum

Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, hefur sent frá sér leiðréttingu á fyrri ráðgjöfum um veiðar á norsk-íslenskri síld bæði árin 2017 og 2018. Þessa leiðréttingu má rekja til villu sem uppgötvaðist nýlega. Villan var í úrvinnslu á bergmálsgögnum úr leiðöngrum á hrygningartíma við Noreg.

Afleiðingin er meðal annars sú að ráðlagður heildarafli 2018 samkvæmt aflareglu verður 384.197 tonn, eða 30% lægri en áður kynnt ráðgjöf frá því í september sl. Nánar má lesa um leiðréttu ráðgjöfina hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?