Komdu á Vísindavöku!

Komdu á Vísindavöku!

Vísindavaka 2018 verður haldin í Laugardalshöll í dag, 28. september og hefst dagskráin kl. 16:30 og stendur til kl. 22:00. Vísindavaka er haldin samtímis í yfir 340 evrópskum borgum og bæjum og nýtur verkefnið stuðnings frá Evrópusambandinu. Markmiðið er að færa vísindin nær almenningi og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna og vísindastarfs.

Á Vísindavöku kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín á lifandi og skemmtilegan hátt og er Hafrannsóknastofnun að sjálfsögðu meðal þátttakenda og býður gestum að spreyta sig í aldursgreiningum á fiskum. Gestir Vísindavökunnar fá að prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir og skoða afurðir verkefna en á vísindavöku er fjölskyldan í fyrirrúmi og því einstakt tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum.

Myndband frá Vísindavöku 2013

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?