Karl hlýtur styrk úr Rannsóknasjóði

Karl hlýtur styrk úr Rannsóknasjóði

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2018. Meðal þeirra verkefna sem fær verkefnastyrk er Áhrif þangsláttar á lífríki fjörunnar sem Karl Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun stýrir. Hlaut verkefnið styrk að upphæð 13.984.000 kr.

Fram kemur í frétt á vef Rannís að alls hafi borist 342 gildar umsóknir og hafi 63 þeirra hlotið styrki eða um 18% umsókna.

Við óskum Karli og öðrum styrkþegum til hamingju.

Nánari upplýsingar um úthlutun Rannsóknasjóðs má finna á vef Rannís.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?