Indverski sendiherrann í heimsókn

Frá vinstri: Mary Francis Davidson, Armstrong Changsan og Þorsteinn Sigurðsson. Ljósm. Svanhildur Eg… Frá vinstri: Mary Francis Davidson, Armstrong Changsan og Þorsteinn Sigurðsson. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Indverski sendiherrann Armstrong Changsan kom í heimsókn í höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði í dag. Með heimsókninni vildi sendiherrann kynna sig og ekki síður kynnast starfsemi stofnunarinnar.

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Þorsteinn Sigurðsson, tók á móti sendiherranum ásamt Guðmundi Þórðarsyni sviðsstjóra Botnssjávarsviðs og Mary Francis Davidson, aðstoðarforstöðumanni Sjávarútvegsskóla GRÓ-UNESCO en stofnunin hýsir starfsemi skólans.

Kynntu þau sendiherranum starfsemi stofnunarinnar um allt land og hennar hlutverk í rannsóknum og ráðgjöf til stjórnvalda. Einnig fékk sendiherrann kynningu á starfsemi Sjávarútvegsskólans og möguleika á frekari samstarfi skólans við rannsóknastofnanir á Indlandi.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?