Humarleiðangur er hafinn

Myndin er tekið á humarslóð suður af Eldey. Hjalti Karlsson útibússjóri á Ísafirði sést á mynd og my… Myndin er tekið á humarslóð suður af Eldey. Hjalti Karlsson útibússjóri á Ísafirði sést á mynd og myndatökusleði sem notaður er við rannsóknina er við skutrennu. Ljósm. Jónas P. Jónasson

Hafinn er árlegur humarleiðangur Hafrannsóknastofnunar, en farið hefur verið óslitið síðan 1973.

Haldið verður á veiðislóð humars, en hún nær frá Lónsdjúpi út af Höfn í Hornafirði í austri til Jökuldjúps suður af Snæfellsjökli í vestri. Í ár verða humarholur myndaðar í fimmta sinn, en áður fyrr var ástand humarstofnsins kannað með trolli. Einnig verða háfsýni tekin til að fylgjast með ungviði humars.

Gert er ráð fyrir að leiðangurinn taki 10 daga, en myndatakan er háð góðu veðri. Leiðangursstjóri er Jónas P. Jónasson.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?