Hnúðlaxar byrjaðir að ganga

Hnúðlax gengur um teljara. (Mynd: Hafrannsóknastofnun) Hnúðlax gengur um teljara. (Mynd: Hafrannsóknastofnun)

Hnúðlaxar eru nú byrjaðir að ganga, og hafa borist fregnir af hnúðlöxum víða í íslenskum ám sumarið 2021. Hafrannsóknastofnun starfrækir marga myndavérlateljara í íslenskum ám. Við yfirferð á myndböndum af löxum sem gengið höfðu í Langá á Mýrum í byrjun ágúst komu fram nokkrir hnúðlaxar á göngu um teljarann sem er staðsettur í fiskveginum við Skuggafoss í Langá. Ekki er vitað til þess að hnúðlaxar hafi áður komið fram í myndavélarteljurum í íslenskri á. Hér meðfylgjandi er myndband af hnúðlaxi sem gekk í Langá þann 8. ágúst síðastliðinn:

Smelltu á hlekk til að opna myndband.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?