Grindhvalastrand

Ljósm. Valerie Chosson Ljósm. Valerie Chosson

Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun ásamt þremur rannsóknamönnum, fór á Strandir 5. október til að taka sýni úr grindhvaðavöðu sem gekk á land 2. október í landi Mela í Árneshreppi.

Um er að ræða rúmlega 50 hvali sem Landhelgisgæslan mun draga út á rúmsjó í næstu viku. Sýnataka gekk ágætlega en unnið var í kapp við aðfallið.

Rannsóknamenn með Valerie Chosson, sérfræðing Hafrannsóknastofnunar voru:
Anna Selbmann - doktorsnemi við HÍ, Caroline Elisabeth Haas, doktorsnemi við HÍ og University of Saint Andrews (Skotland) og Carola Chicco, nemi við HÍ og University of Torino (Ítalía).

 

mynd af rannsóknamanni

Sýni tekið úr hvölunum. Ljósm. Valerie Chosson.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?