Framfarir í heilraðgreiningu leiða inn nýja öld í verndun erfðafræðilegs fjölbreytileika

Mynd er tekin af síðu ERGA Mynd er tekin af síðu ERGA

Undanfarinn áratug hefur raðgreiningartækni fleygt fram sem hefur gert heilraðgreiningu erfðamengja dýra, fiska og planta á stórum skala mögulega. Þessar framfarir hafa leitt af sé fjölda alþjóðlegra samvinnuverkefna sem hafa það að markmiði að heilraðgreina lífverur í nær öllum vistkerfum jarðar. Markmiðið er að varðveita og auka skilning á líffræðilegum fjölbreytileika heimsins. Raðgreiningar hafa þegar varpað einstöku ljósi á fjölbreytileika og virkni erfðamengja. Þau leysa jafnframt úr læðingi öflugar rannsóknir á sviði stofnerfðafræði og viðbúið er að þessi aðferðafræði muni gjörbylta verndun líffræðilegs fjölbreytileika.

Stórt evrópskt samstarfsverkefni, European Refence Genome Atlas (ERGA), hefur það að markmiði að heilraðgreina þúsundir tegunda og nýta þau gríðarmiklu gögn sem skapast, til aukinnar verndunar líffræðilegs fjölbreytileika.

Hér neðar er hlekkur á nýútkomna grein sem kynnir starfsemi ERGA og er Christophe Pampoulie, rannsóknastjóri Hafrannsóknastofnunar meðal höfunda. Önnur svipuð samstarfsverkefni eru kynnt í greininni sem og mikilvægi heilraðgreininga í varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika.

The era of reference genomes in conservation genomics

 

ERGA er öllum opið og vísindamenn sem er annt um verndun líffræðilegs fjölbreytileika eru sérstaklega hvattir til að kynna sér málið betur:

https://vertebrategenomesproject.org/erga

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?