Forútboð nýs rannsóknaskips var opnað 5. maí sl.

RS Bjarni Sæmundsson við bryggju í Fornubúðum. Ljósm. Sigurborg Jóhannsdóttir. RS Bjarni Sæmundsson við bryggju í Fornubúðum. Ljósm. Sigurborg Jóhannsdóttir.

Hjá Ríkiskaupum, 5. maí var opnað forútboð vegna smíði nýs rannsóknaskips sem mun koma í stað rs. Bjarna Sæmundssonar.

Átta aðilar lýstu áhuga á útboðinu. Samið verður um smíði skipsins fyrir 1. nóvember nk. Smíðatíminn er áætlaður tvö ár, er því gert ráð fyrir að skipið komi til landsins síðla árs 2023.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði grein fyrir málinu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Á vef Stjórnarráðsins má lesa frekar um útboðið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?