Fæðunám hlýra varpar ljósi á æxlun dílamjóra

Veiðistaðir hlýra (grænu hringirnir), dílamjóra (rauðir hringir) og þar sem þessar tegundir veiddust… Veiðistaðir hlýra (grænu hringirnir), dílamjóra (rauðir hringir) og þar sem þessar tegundir veiddust saman (dökkrauðir hringir), í vorralli Hafrannsóknarstofnunar 2023; svörtu krossarnir sýna stöðar þar sem hvorug þessara tegunda veiddist og guli hringurinn stöðina þar sem hlýrinn með dílamjóralirfunum í maganum veiddist.

Fæðunám hlýra varpar ljósi á æxlun dílamjóra

Í nýlegri grein sem birtist í tímaritinu Fish Biology er greint frá því að 700 fisklirfur fundust í maga hlýra (Anarhichas minor) og voru þær greindar sem dílamjóri (Lycodes esmarkii). Lirfurnar voru allar álíka mikið meltar þannig að hlýrinn hefur étið þær allar á sama tíma. Samkvæmt þessu þá hrygnir dílamjóri eggjum sínum í hreiður og eftir klak eru lirfurnar í því í einhvern tíma.

Rannsóknin sýndi líka fram á afrán hlýra á eggjum og lifrum fiska. Lítið er vitað um fæðunám hlýra og hve mikið afrán hans er á eggjum og lifrum annara fiska. Mjórar eru algengir í Norður Atlantshafi og þáttur þeirra í vistkerfi þess vanmetinn, en rannsóknir á þeim eru fáar. Hreiður mjóra eru afrænd af hlýra og væntanlega öðrum fiskum líka, þannig að upplýsingar um hrygningarsvæði þeirra myndi hjálpa til við að rannsaka dreifingu og fæðunám afræningja þeirra.

Þrír sérfræðingar sem starfa hjá Hafrannsóknastofnun framkvæmdu þessa rannsókn: James Kennedy, Ásgeir Gunnarsson og Christophe Pampoulie ásamt Rupert Wienerroither frá Hafrannsóknastofnun Noregs. 

Hér má sjá greinina í fræðitímaritinu Fish biology


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?