Endurskoðuð ráðgjöf vegna rækju í Ísafjarðardjúpi

Endurskoðuð ráðgjöf vegna rækju í Ísafjarðardjúpi

Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar á 322 tonnum af rækju í Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2017/2018.

Stofnunin kannaði í samvinnu við heimamenn ástand rækju í Ísafjarðardjúpi í febrúar sl. Veiðistofnsvísitala rækju mældist hærri en í nóvember og var yfir varúðarmörkum. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar og forsendur ráðgjafar má nálgast hér:


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?