Dagur hafsins

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Í dag er alþjóðadagur hafsins en hann er skipulagður af sameinuðu þjóðunum. Deginum er ætlað að minna á mikilvægi heimshafanna í daglegu lífi, vekja athygli á áhrifum athafna mannsins á höfin, stuðla að alþjóðasamvinnu og sjálfbærri nýtingu.

Deginum er fagnað með viðburði á netinu þar sem þemað: Höfin, líf og lífsviðurværi, er í forgrunni. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað áratuginn 2021-2030 hafrannsóknum í þágu sjálfbærrar þróunar. Markmiðið er að vekja til vitundar, efla rannsóknir og vernd hafsins.

Myndband tileinkað degi hafsins 2021


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?