Ástand helstu nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ástand helstu nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag, föstudagin 7. júní, úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf.

Hafrannsóknastofnun ráðleggur 1 % hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því hækkar ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert er ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi.

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 76 774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi.

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66 705 tonn.

Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46 911 tonn eða 14 % hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn.

Áfram er lagt er til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Ekki er búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð.

Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9 % frá fyrra ári og er 17 890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar.

Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassa 4 ára síldar og eldri) í stað 15 %. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81 367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra.

Hér má sjá kynningu Bjarka Elvarssonar um ráðgjöfina sem kynnt var í morgun. 

Á meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir ráðgjöf stofnunarinnar.

Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2024/2025, ásamt tillögum og aflamarki samkvæmt ákvörðun stjórnvalda fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 (í tonnum). Einnig er sýnd hlutfallsleg (%) breyting á ráðgjöf milli fiskveiðiára.

 

Stofn

Ráðgjöf 2024/2025

Ráðgjöf 2023/2024

% breyting á ráðgjöf

Aflamark 2023/2024

Þorskur1)

213  214 t

211  309 t

1

211  309 t

Ýsa1)

76  774 t

76  415 t

0

76  415 t

Ufsi1)

66  705 t

66  533 t

0

66  533 t

Gullkarfi1)2)

46  911 t

41  286 t

14

36  462 t

Langa1)

6  479 t

6  566 t

-1

6  566 t

Blálanga3)

307 t

259 t

19

259 t

Keila1)

5  914 t

5  139 t

15

5  139 t

Steinbítur1)

9  378 t

8  344 t

12

8  344 t

Grálúða2)

17  890 t

19  703 t

-9

13  463 t

Djúpkarfi

0 t

0 t

-

0 t

Sumargotssíld1)

81  367 t

92  633 t

-12

92  633 t

Skarkoli1)

7  878 t

7  830 t

1

7  830 t

Gulllax

12  273 t

10  920 t

12

12  080 t

Lúða

0 t

0 t

-

0 t

Tindaskata

818 t

822 t

0

-

Lýsa

1  571 t

1  309 t

20

-

Hlýri3)

296 t

296 t

0

296 t

Skötuselur3)

188 t

188 t

0

188 t

Þykkvalúra3)

971 t

971 t

0

971 t

Langlúra3)

1  476 t

1  476 t

0

1  476 t

Stórkjafta3)

92 t

92 t

0

-

Sandkoli3)

361 t

361 t

0

361 t

Skrápflúra3)

-

-

-

-

Litli karfi3)

569 t

569 t

0

569 t

Beitukóngur

190 t

196 t

-3

-

Skollakoppur3)

194 t

194 t

0

-

Hörpudiskur

75 t

75 t

0

75 t

1)Ráðgjöf skv. aflareglu

2)Aflamark á öllu útbreiðslusvæði stofns fyrir almanaksár

3)Ráðgjöf annað hvert ár


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?