Aðlögun að loftslagsbreytingum:

Mynd. Veðurstofa Íslands. Mynd. Veðurstofa Íslands.

Hvað vitum við og hvað þurfum við að gera?

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til samtals fimmtudaginn 16. mars á Icelandair Hotel Natura, milli klukkan 9-12.
Viðburðinum verður streymt í gegnum Facebook-síðu hans HÉR. Ef þú hyggist mæta á staðinn er skráning nauðsynleg HÉR.

Um er að ræða þverfaglega málstofu fagaðila sem hefur það að markmiði að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði áhrifa loftslagsbreytinga og aðlögunar en ekki síður að leggja grunn að tengslaneti á milli aðila sem starfa á þessu sviði.

Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur og opnað á þverfaglega umræðu enda áskorunin af því tagi að samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.

Stjórnin hefur það að leiðarljósi að sú þekking sem er til staðar á viðfangsefninu í afmörkuðum geirum skili sér innan geira, á milli geira og út í samfélagið.

Dagskrá:
Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir

09:00-09:10 Þekkingarsköpun um áhrif loftslagsbreytinga: Hvað skal gera?
Anna Hulda Ólafsdóttir, formaður stjórnar samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga
09:10-09:20 Aðlögun að loftslagsbreytingum: Nýr veruleiki Almannavarna?
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Almannavörnum
09:20-09:30 Mótvægisaðgerðir og aðlögun: Hvernig framtíð viljum við?
Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg
09:30-09:40 Nýting lands samhliða loftslagsbreytingum
Björn Helgi Barkarson, Matvælaráðuneytinu
09:40-09:50 Heilbrigði hafs og strandsvæða á tímum loftslagsbreytinga
Sara Harðardóttir, Hafrannsóknastofnun
09:50-10:00 Gerum okkar besta
Fjóla Jóhannesdóttir, Veitum
Kaffi
10:15-10:25 Framandi sjávarlífverur: Staðan við Ísland árið 2023
Sindri Gíslason, Náttúrustofu Suðvesturlands
10:25-10:35 Lýðheilsa og loftslagsbreytingar
Gígja Gunnarsdóttir, Embætti landlæknis
10:35-10:45 Áhrif loftslagsbreytinga á vatnsafl - hvers má vænta?
Andri Gunnarsson, Landsvirkjun
10:45-10:55 Votlendi og hlutverk þeirra í aðlögun að loftslagsbreytingum
Þórdís Björt Sigþórsdóttir, Umhverfisstofnun
10:55-11:05 Climate change adaptation and (glacier) tourism in Iceland
Johannes Theodorus Welling, Háskóla Íslands
Kaffi
11:20-11:30 Náttúruvá á tímum loftslagsbreytinga: Aðlögunarhæfni lítilla og afskekktra samfélaga
Jóhanna Gísladóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
11:30-11:40 Aðlögun að loftslagsbreytingum, geta bankar eitthvað gert?
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Landsbankanum
11:40-11:50 Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, vekur
gesti til umhugsunar
11:50-12:00 Umræður

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?