Skýrsla um vöktun á áhrifum sjókvíaeldis á villta laxastofna
Út er komin samantektarskýrsla um vöktun Hafrannsóknastofnunar 2024 á áhrifum sjókvíaeldis á villta laxastofna á Íslandi. Vöktunina má skipta niður í nokkra þætti; vöktun með fiskteljurum, greiningu og rakningu meintra strokulaxa úr eldi, greining á lífssögu strokulaxa með hreisturrannsóknum og rannsóknir á erfðablöndun.
Undanfarna daga hefur farið að bera á göngum hnúðlaxa upp í ár hér á landi. Þeir eru þegar farnir að veiðast, en einnig hefur orðið vart við þá í fiskteljurum með myndavélum. Hnúðlaxar hafa veiðst í ám í öllum landshlutum, en flestir í ám á Austurlandi. Búist er við allnokkrum göngum hnúðlaxa í ár í sumar.
Hafrannsóknastofnun auglýsir tímabundið starf sérfræðinge í rannsóknum og þróun á veiðarfæratækni sem stuðlar að bættri kjörhæfni, minni áhrifum á hafsbotninn og lækkun kolefnisspors. Starfið er hluti af Marine Guardian verkefninu sem styrkt er af Horizon áætlun Evrópusambandsins.