Blað brotið þegar Gyða María tók við stöðu yfirvélsstjóra
Sl. vetur var blað brotið varðandi framgang kvenna hjá Hafrannsóknastofnun þegar kona tók við stöðu yfirvélstjóra á Bjarna Sæmundssyni en Gyða María Norðfjörð Símonardóttir vélstjóri tók tímabundið við stöðu yfirvélstjóra í fyrsta sinn og uppskar blómvönd fyrir vikið enda söguleg tímamót.
Árlegur vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar stóð yfir 13. - 26. maí síðastliðinn. Leiðangurinn er hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar (hiti og selta) og rannsóknum á næringarefnum, ólífrænu kolefni, plöntusvifi og dýrasvifi við Ísland.
Mikil vitundarvakning hefur verið á málaflokki um vernd í hafi, meðal annars vegna frumsýningar á nýrri mynd með Sir David Attenborough, Ocean. Þar er meðal annars fjallað um nauðsyn verndarsvæða og áhrif af botnvörpuveiðum.
Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2025/2026
Í dag kynnir Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf.