GRÓ-FTP

UNESCO GRÓ Sjávarútvegsskóli á Íslandi tók til starfa 1. janúar 2020.

Hann er byggður á grunni Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem var stofnaður árið 1998 með þríhliða samkomulagi milli Háskóla Sameinuðu þjóðannautanríkisráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunar.

Þróunarsamvinnumiðstöðin, sem skólinn er nú hluti af, heitir fullu nafni GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekk­ingar í þróunarlöndum.

Hún er mynduð af þeim fjórum skólum á Íslandi sem áður voru hluti af Háskóla Sameinuðu þjóðanna – en auk Sjávarútvegsskólans voru það Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn.

Þróunarsamvinnumiðstöðin starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er fyrsta þverfaglega miðstöðin sem það gerir.

Eftir sem áður verður Sjávarútvegsskólinn áfram hýstur af Hafrannsóknastofnun.

Starfsemin

Sjávarútvegsskólinn er rekinn í nánu samstarfi fræða- og menntasamfélagsins, stjórnvalda og atvinnulífs. Meðal samstarfsaðila á Íslandi má nefna MatísHáskóla ÍslandsHáskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum. Daglegur rekstur er í höndum sex starfsmanna.

Meginviðfangsefni skólans er að byggja upp færni og þekkingu meðal sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum og innan þeirra stofnana og samtaka er þeir vinna í.

Sex mánaða nám á Íslandi

Umfangsmesti þátturinn í starfsemi Sjávarútvegsskólans er sex mánaða námið, en það er haldið á hverjum vetri fyrir sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum. Í náminu eru sérfræðingarnir efldir faglega og búnir undir að hafa áhrif í því starfsumhverfi er þeir koma frá.

nemendur við Sjávarútvegsskólann í vettvangsferð haustið 2017

Verkefni í samstarfslöndum

Sjávarútvegsskólinn veitir stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. Um getur verið að ræða tæknilega ráðgjöf, hönnun námskeiða, þátttöku í rannsóknaverkefnum o.s.frv.   

Stutt við fyrrum nemendur

Sjávarútvegsskólinn hefur til nokkurra ára styrkt fyrrum nemendur í sexmánaðanáminu til þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum. Ber þar hæst samstarf við International Institute for Fisheries Economics and Trade (IIFET) og World Seafood Congress (WSC) sem halda ráðstefnur annað hvort ár.

Þá býður skólinn þeim sem lokið hafa sex mánaða náminu að sækja um styrk til meistara- eða doktorsnáms við íslenska háskóla, en með því skilyrði að hluti rannsóknavinnu vegna lokaverkefna fari fram í heimalöndum.

Uppfært 1. desember 2021.
Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Davíð Tómas Davíðsson Verkefnastjóri 575 2316
Davíð Tómas Davíðsson
Verkefnastjóri
Julie Ingham Skrifstofustjóri 5752221
Julie Ingham
Skrifstofustjóri

Starfssvið: Forstöðumaður Sjávarútvegsskóla

Stefán Úlfarsson Verkefnisstjóri 5752002
Stefán Úlfarsson
Verkefnisstjóri

Starfssvið: Verkefnastjórnun

Menntun: 
MSc í hagfræði frá School of Oriental and African Studies, London 2001
MSc í sjávarútvegsfræðum frá Háskóla Íslands 1999
BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1995

Þór Heiðar Ásgeirsson Sérfræðingur 5752084
Þór Heiðar Ásgeirsson
Sérfræðingur

Starfssvið: Forstaða Sjávarútvegsskóla

ResearchGate

Tumi Tómasson Sérfræðingur 5752083
Tumi Tómasson
Sérfræðingur

Starfssvið: Verkefnastjórnun

Ritaskrá
ResearchGate

Zaw Myo Win Sérfræðingur 5752082
Zaw Myo Win
Sérfræðingur

Starfssvið: Sérfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?