Vogmær

Samheiti á íslensku:
vogmeri
Vogmær
Vogmær
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Trachipterus arcticus
Danska: vågmær
Færeyska: silvurkalvi
Norska: sølvkveite, vågmerr
Enska: deal fish, ribbonfish
Þýska: Nordischer Bandfisch, Spanfisch
Franska: argentin, poisson ruban, trachyptère
Rússneska: Северный вогмер / Sévernyj vogmér

Vogmær er miðsævis- og úthafsfiskur sem lifir aðallega á smáfiskum, smokkfiskum og rækjum. Talið er hún hrygni hér við land vori eða snemma sumars djúpt undan Reykjanesi. Vogmær þykir afskaplega fallegur fiskur, hreistrið silfurlitað og uggarnir rauðir og svo þykir hún sérstök vegna þess hve þunnvaxin hún er. Þetta eintak veiddist í flotvörpu sumarið 2020 og eins og sjá er hreistrið farið af hluta og uggarnir illa farnir. Vogmær getur orðið allt 3 metra löng.

Heimkynni vogmeyjar eru frá suðvestur-Grænlandi, Íslandi, Noregi og norðanverðum Norðursjó og vestur fyrir Bretlandseyjar suður til Madeira.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?