Úthafssogfiskur

Úthafssogfiskur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Paraliparis bathybius
Danska: arktisk dyphavsringbuk
Færeyska: svarti súgfiskur
Norska: svart ringbuk

Úthafssogfiskur verður um 27 cm langur.

Heimkynni hans eru í hafdjúpunum norðan Íslands og á milli Íslands og Noregs, í Færeyjadjúpi og norðan Færeyja, austan Íslands, sunnan Jan Mayen og undan vestanverðri Bjarnareyju. Einnig finnst hann í Baffinsflóa.

Kaldsjávar-djúpfiskur sem heldur sig við botn og miðsævis á 600-1850 m dýpi.

Fæða er ýmis svifdýr og smábotndýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?