Tunglfiskur

Tunglfiskur
Tunglfiskur
Tunglfiskur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Mola mola
Danska: klumpfisk, månefisk
Færeyska: mánafiskur
Norska: månefisk
Enska: ocean sunfish, sunfish
Þýska: Klumpfisch, Mondfisch, Sonnenfisch
Franska: lune, môle, poisson-lune
Spænska: mola, pez luna
Portúgalska: mola, peixe-lua
Rússneska: Луна-рыба / Luná-rýba

Tunglfiskur er úthafsfiskur sem oftast verður vart við yfirborðið þó talið hann lifi á allmiklu dýpi. Vísbending um það eru m.a. fæða sem fundist hefur í maga hans. Tunglfiskur lifir á hryggleysingjum t.d. marglyttum, krabbadýrum og slöngustjörnum, en einnig hafa fundist ýmsar fiskategundir í maga hans. Tunglfiskur er mjög sérstakur í útliti og er eina tegundin af ættbálki fastkjálka sem fundist hefur við Ísland.Tunglfiskur er talinn geta orðið þyngstur beinfiska. Stærstur getur tunglfiskur orðið 3 – 3,5 m á lengd en fiskar stærri en 1,5 m eru þó sjaldséðir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?