Trjónuhali

Trjónuhali
Trjónuhali
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Coelorinchus caelorhincus
Danska: sortplættet skolæst
Færeyska: svartblettuta langasporl
Norska: spiritist
Enska: hollow-snout rat-tail
Franska: grenadier raton
Spænska: granadero acorazado
Portúgalska: lagartixa-do-mar
Rússneska: Полорыл / Polorýl

Trjónuhali getur orðið rúmlega 40 cm langur.

Heimkynni trjónuhala eru í austanverðu Atlantshafi, frá suðvestanverðu Grænlandi og Íslandi til Bretlandseyja og Noregs og áfram suður með landgrunnsköntum Evrópu og Afríku.

Á Íslandsmiðum finnst trjónuhali djúpt undan suðvestanverðu, sunnan- og suðaustanverðu landinu.

Trjónuhali er miðsævis-, botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 90–1250 m dýpi en virðist vera algengastur á 200–500 m dýpi.

Fæða er ýmiss konar botndýr eins og burstaormar, sniglar, smokkfiskar og fjöldi smákrabbadýra og fiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?