sólkoli (íslenska)

Þykkvalúra

Samheiti á íslensku:
sólkoli
Þykkvalúra
Þykkvalúra
Þykkvalúra
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Microstomus kitt
Danska: rødtunge
Færeyska: tunga
Norska: bergflyndre, landtunge, lomre, oterflyndre, rødtunge
Sænska: bergskädda, bergtunge
Enska: lemon dab, lemon sole, smear dab
Þýska: Echte Rotzunge, Limande
Franska: limande-sole
Spænska: falsa limanda, mendo limón
Portúgalska: solha-limão
Rússneska: Камбала малоротая / Kámbala malorótaja, Европейская малоротая камбала / Jevropéjskaja malorótaja kámbala

Þykkvalúra verður um 60 cm.  Hér hefur hún mælst lengst 55 cm en oftast er hún 20-40 cm.

Heimkynni þykkvalúru eru í Norðaustur-Atlantshafi frá Hvítahafi og Norður-Noregi að austan og meðfram strönd Noregs inn í Skagerak og Kattegat og dönsku sundin. Hún er í Norðursjó og umhverfis Bretlandseyjar og allt suður í norðanverðan Biskajaflóa. Þá er hún við Færeyjar og Ísland.

Við Ísland er þykkvalúra allt í kringum landið en sjaldséð er hún undan Norðaustur- og Austurlandi.

Þykkvalúra er botn- og grunnfiskur á 20-200 m dýpi á sand- og malarbotni.

Fæða er alls konar smábotndýr einkum burstaormar, slöngustjörnur, smákuðungar, skeljar, marflær og fleiri hryggleysingjar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?