Svartháfur

Svartháfur
Svartháfur
Svartháfur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Centroscyllium fabricii
Danska: Fabricius sorthaj
Færeyska: svarthávur
Norska: Islandshå
Sænska: större långpiggshaj, svart pigghaj
Enska: black dogfish
Franska: aiguillat noir
Rússneska: Чёрная собачья акула / Tsjórnaja sobátsj'ja akúla

Svartháfur á að geta orðið meira en 100 cm langur en er þó sjaldséður lengri en 90 cm.

Svartháfur er sérstaklega algengur djúpt undan Vesturlandi og djúpt í Berufjarðarál en einnig undan Suðvestur- og Suðurlandi. Aðalútbreiðslusvæði hans í heiminum er sennilega við Ísland.

Botn- og djúpfiskur sem hefur veiðst á 180-1600 m dýpi en er einna algengastur á 600-1200 m dýpi.

Svartháfurinn á unga, afkvæmin eru 25-30 í hverju goti og 15-20 cm löng.

Fæða er mjög margbreytileg m.a. smokkfiskar, bæði botn- og svif læg krabbadýr, marglittur og fiskar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?