Svartgóma

Svartgóma
Svartgóma
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Helicolenus dactylopterus
Danska: blåkjæft
Færeyska: kjaftsvarti kongafiskur
Norska: blåkjeft
Sænska: blåkäft
Enska: black-bellied rosefish, red bream, blue mouth
Þýska: Blaumaul, Drachenkopf
Franska: sébaste chèvre, sébaste dactyloptère
Spænska: boca negra, rascacio rubio
Portúgalska: cantarilho-legítimo
Rússneska: Синеротый окунь / Sinerótyj ókun'

Svartgóma getur náð 57 cm lengd en er sjaldan stærri en 40-46 cm.

Heimkynni svartgómu eru í Miðjarðarhafi og austanverðu Norður-Atlantshafi frá Marokkó og Kanaríeyjum vestur og norður fyrir Bretlandseyjar til Noregs, Færeyja og Íslands. Stundum flækist hún inn í Norðursjó.

Við Ísland heldur svartgóman heldur sig í hlýja sjónum við suðurströndina frá Berufjarðarál vestur á djúpmið undan Suðvesturlandi og út á Reykjaneshrygg, mest á 150-500 m dýpi. Flestir þeir fiskar sem hér hafa veiðst voru 15-25 cm langir.

Svartgóman er botnfiskur og er einkum á sand- og leirbotni á 150-1000 m dýpi en fullorðnir fiskar halda sig mest í landgrunnshallanum á 200 til 700 eða 800 m dýpi.

Fæða er einkum krabbadýr, smáfiskar eins og laxsíldir en einnig smokkfiskar, ígulker, slöngustjörnur o.m.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?