Suðræni silfurfiskur

Suðræni silfurfiskur
Suðræni silfurfiskur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Argyropelecus hemigymnus
Danska: halvnøgen sølvøkse
Færeyska: ljósa silvuroks
Norska: flekket perlemorfisk
Sænska: fläckig pärlemorfisk
Enska: Short silver hatchetfish, halfnaked hatchetfish
Þýska: Mittelmeer Silberbeil
Franska: hache d'argent courte
Rússneska: Topórik

Suðræni silfurfiskur verður allt að 5-6 cm á lengd að sporði.

Heimkynni suðræna silfurfisks eru í hlýrri hlutum heimshafanna svo og í Miðjarðarhafi. Í Norður-Atlantshafi er aðalútbreiðslusvæðið norður á 60°N en hann flækist norðar, m.a. til Noregs og Íslands. Á Íslandsmiðum verður einkum vart við hann djúpt undan Suðvestur- og Vesturlandi.

Úthafs- og miðsævisfiskur sem veiðst hefur á 50-1000 m dýpi.

Fæða er einkum krabbaflær, smákrabbar og smáfiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?