Stórkjafta

Samheiti á íslensku:
flúra, sjá einnig skrápflúra, þjalakoli, öfugkjafta
Stórkjafta
Stórkjafta
Stórkjafta
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lepidorhombus whiffiagonis
Danska: glashvarre
Færeyska: glaskvoysa
Norska: glassvar
Sænska: glasvar
Enska: megrim, sailfluke, whiff
Þýska: Flügelbutt, Scheefsnut
Franska: cardine franche, fausse limande, limandelle
Spænska: gallo del norte, lliseria
Portúgalska: areeiro
Rússneska: Мегрим / Megrím

Hér við land hefur veiðst 65 cm stórkjafta en oftst er hún 40-50 cm á lengd.

Heimkynni stórkjöftu eru í Norðaustur-Atlantshafi við strendur Evrópu frá Íslandsmiðum til Færeyja, Noregs, inn í Skagerak og Norðursjó og umhverfis Bretlandseyjar og inn í Biskajaflóa til Spánar, Portúgals, Marokkó og inn í vestanvert Miðjarðarhaf.

Hér við land er stórkjafta algeng við Suðaustur-, Suður- og Suðvesturland allt vestur á Breiðafjörð. Einkum er hún algeng undan vestanverðu Suðurlandi.

Stórkjafta er botnfiskur sem lifir á 40-400 m dýpi en er algengust á 100-200 m og á sand- og leirbotni.

Fæða er allskonar smáfiskar eins og spærlingur, stóri mjóni, kolmunni, loðna o.fl. en einnig flatfiska-, þorsk- og ýsuseiði, smákrabbadýr, einkum rækjur og fleiri botndýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?