Stóri mjóni

Samheiti á íslensku:
lönguseiði, löngusíli
Stóri mjóni
Stóri mjóni
Stóri mjóni
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lumpenus lampretaeformis
Danska: spidshalet langebarn
Færeyska: longubródir
Norska: langhalet langebarn, spisshalet langebarn
Enska: snake blenny
Þýska: Spitzschwänziger Bandfisch
Franska: lompénie-serpent
Rússneska: Лумен(ус) миноговидный / Lumén(us) minogovídnyj

Stóri mjóni er oftast 20-40cm en getur orðið 52 cm.

Hann er við Ísland, allt í kringum landið og víða algengur. Botnfiskur sem lifir mest á 20-300 m dýpi en hefur veiðst niður á um 300 m dýpi. Heldur sig einkum á leirbotni en finnst þó einnig á hörðum botni.

Fæða er burstaormar og fleiri smádýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?