Stinglax

Stinglax
Stinglax
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Aphanopus carbo
Danska: sort sabelfisk, Dolktandfisk
Færeyska: stinglaksur
Norska: dolkfisk
Sænska: dolkfisk
Enska: black scabbard-fish
Þýska: Schwarzer Degenfisch
Franska: sabre noir
Spænska: sable negro
Portúgalska: peixe-espada-preto
Rússneska: Чёрная {У́гольная} сабля-рыба / Tjsórnaja {Úgol'naja} sáblja-rýba

Stinglax er miðsævis- og botnfiskur. Hann lifir á ýmsum fiskum svo sem kolmunna, laxsíld, langhala, móru og berhaus en einnig á smokkfiski og krabbadýrum. Stinglax er algengur réttur á veitingastöðum víða í Suður Evrópu, á Madeira er hann t.d. þjóðarréttur. Fiskurinn er svartur á lit en roðið er mjög viðkvæmt og oftast er það farið af þegar hann er kominn um borð í veiðiskipin. Stinglax getur orðið rúmlega 120 cm langur.

Heimkynni stinglax eru í Norðaustur-Atlantshafi frá Asóreyjum, vestur og norður fyrir Bretlandseyjar til Færeyja og Íslandsmiða allt vestur í Grænlandshaf. Hér veiðist stinglax frá djúpmiðum undan Suð-austurlandi vestur með landi alveg norður á grálúðuslóð vestan Víkuráls og virðist vera einna mest um hann á Reykjaneshrygg.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?