Sníkir

Sníkir
Sníkir
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Echiodon drummondii
Danska: snyltefisk
Færeyska: gestfiskur
Norska: snyltefisk
Sænska: tandfierasfer
Enska: Pearlfish
Þýska: Eingeweidefische
Franska: aurin, fierasfer

Stærð er allt að 30 cm.

Heimkynni sníkis eru í Norðaustur-Atlantshafi frá Ermarsundi og Bretlandseyjum, í Norðursjó, við vestanverða Danmörku og Suðvestur-Noreg. Hér við land hefur hann einkum fundist undan suðurströndinni.

Botnfiskur sem lifir á 120-300 m dýpi. Talið er að sníkir, einkum ungviðið, noti sæbjúgu sem dvalarstað á daginn en yfirgefi þau og leiti sér fæðu á nóttunni.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?