Snarphali

Samheiti á íslensku:
snarpi langhali
Snarphali
Snarphali
Snarphali
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Macrourus berglax
Danska: nordlig skolæst
Færeyska: risna langasporl
Norska: havmus, isgalt, løkfisk
Sænska: långstjert
Enska: onion eye, onion eye grenadier, rat-tail, roughhead grenadier, rough-headed grenadier
Þýska: Rauhköpfiger Grenadierfisch
Franska: grenadier berglax, grenadier gris
Rússneska: Северный макрурус / Sévernyj makrurús, Северный длиннохвост / Sévernyj dlinnokhvóst, Макрурус северный / Makrurús sévernyj

Stærsti snarphali sem veiðst hefur var 110 cm.

Snarphala hefur orðið vart allt í kringum landið en algengastur er hann djúpt undan Vestfjörðum og Vesturlandi, á Reykjaneshrygg og víða suðvestanlands. Einnig er hann algengur á Færeyjahrygg.

Snarphali er botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 295 - 1260 m dýpi.

Fæða er einkum fiskar en einng ljósáta og fleiri smákrabbadýr, auk þess smokkfiskur og hvelja.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?