Slóans gelgja

Slóans gelgja
Slóans gelgja
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Chauliodus sloani
Danska: sabeltandfisk
Færeyska: Sloans ormsfiskur
Norska: huggormfisk
Sænska: huggormsfisk
Enska: needle tooth, Sloan's viperfish, viperfish
Franska: chauliode de Sloane
Rússneska: Хаулиод обыкновенный / Khauliód obyknovénnyj

Slóans gelgja er uppsjávar- og miðsævisdjúpfiskur sem étur ýmsa miðsævisfiska og smákrabbadýr. Hrygning virðist eiga sér stað allt árið með hámarki síðla vetrar og snemma vors. Slóans gelgja hefur tvöfalda röð ljósfæra með fram endilöngum búknum en einnig á höfði undir auga. Ljósfæri eru algeng hjá fiskum í miðsævinu og eru hluti af felubúningi þeirra. Ljósfæri geta líka gegnt hlutverki við veiða bráð og við æxlun. Slóans gelgja getur orðið um 35 cm löng.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?