Slétthaus

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Bajacalifornia megalops
Enska: bigeye smooth-head
Rússneska: Байакалифорния / Bajakalifórnija

Stærstur verður slétthaus um 40 cm.

Hámarksstærð / Max size : Um 40 cm

Heimkynni slétthaussins eru í Norður Atlantshafi frá Íslandi suður til Asóreyja að austanverðu og Brasilíu að vestanverðu. Einnig lifir hann í austanverðu Kyrrahafi og í Indlandshafi.

Hér hefur slétthaus fundist djúpt undan Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi og milli Íslands og Grænlands.

Fullorðnir fiskar hafa veiðst á 250–3180 m dýpi.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?