Skjótta skata

Skjótta skata
Skjótta skata
Skjótta skata
Skjótta skata
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Amblyraja hyperborea
Danska: Arktisk rokke
Færeyska: lógvaskøta, íshavsskøta
Norska: isskate
Sænska: isrocka
Enska: arctic skate, northern skate
Þýska: Eisrochen
Franska: raie arctique, raie boréale
Spænska: Raya ártica
Rússneska: Скат северный / Skat sévernyj, Арктический {Северный} скат / Arktítsjeskij {Sévernyj} skat, Шиповатый скат / Shipovátyj skat, Полярный {Арктический} скат / Poljárnyj {Arktítsjeskij} skat

Skjótta skata verður um eða yfir 100 cm.

Heimkynni skjóttu skötu eru svalsjór Norður-Atlantshafsins en hún finnst einnig í Suður-Atlantshafi og Kyrrahafi.

Við Ísland er mikið um hana í kalda sjónum norðvestan-, norðan- og austanlands og hennar verður jafnvel stundum vart á djúpmiðum undan sunnan- og suðvestanverðu landinu.

Skjótta skata er botnfiskur á leirbotni og hefur hún fundist á 185–2500 m dýpi. Á Íslandsmiðum hefur hún

veiðst niður á 1540 m dýpi en einna mest virðist um hana hér á 600–1000 m dýpi.

Fæða er ýmsir kaldsjávarfiskar, mjórar, ískóð, rauða sævesla og fleira og einnig rækja.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?