Sandkoli

Samheiti á íslensku:
kollúra, lúra, skrápkoli
Sandkoli
Sandkoli
Sandkoli
Sandkoli
Sandkoli
Sandkoli
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Limanda limanda
Danska: ising, plæde, slette
Færeyska: sandsprøka
Norska: sandflyndre
Sænska: sandskädda
Enska: common dab, dab
Þýska: Kliesche, Scharbe
Franska: limande commune
Spænska: limanda
Portúgalska: limanda, solha-escura-do-Mar-do-Norte
Rússneska: Ершоватка / Jershovátka, Лиманда / Limánda

Lengsti sandkoli sem veiðst hefur hér við land og e.t.v. sá lengsti í heiminum var 49 cm.

Heimkynni sandkola eru í Hvítahafi og Norðaustur-Atlantshafi meðfram stönd Noregs og inn í Skagerak og Kattegat og dönsku sundin inn í vestanvert Eystrasalt. Þá er hann mjög algengur í Norðursjónum og þaðan um Ermarsund og inn í Biskajaflóa. Hann er allt í kringum Bretlandseyjar, við Færeyjar og Ísland.

Hér við land er sandkoli á grunnsævi allt í kringum landið og er víða mjög algengur.

Sandkoli er botnfiskur á sand- og leirbotni frá fjöruborði og niður á 150 m dýpi en hann er algengastur á 20-40 m.

Fæða sandkolans er fyrst og fremst loðna, síli og alls konar skeldýr. Einnig étur hann burstaorma, slöngustjörnur og krabbadýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?