steinsuga (íslenska)

Sæsteinsuga

Samheiti á íslensku:
steinsuga
Sæsteinsuga
Sæsteinsuga
Sæsteinsuga
Sæsteinsuga
Sæsteinsuga
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Petromyzon marinus
Danska: havlampret, havnegenøjn
Norska: havniøye
Enska: sea lamprey
Þýska: Meerneuenauge
Franska: grande lamproie, lamproie marbrée, lamproie marine
Spænska: lamprea, lamprea de mar
Portúgalska: lampreia, lampreia-do-mar
Rússneska: Морская минога / Morskája minóga

Sæsteinsuga er allt að 100 cm löng, en oftast 60-70 cm.

Heimkynni sæsteinsugunnar eru beggja vegna N-Atlantshafs og í vestanverði Miðjarðarhafi. Hér við land verður sæsteinsugu vart af og til allt í kringum landið en hún hrygnir ekki hér.

Sæsteinsugan lifir í sjó og finnst hún frá 2 m dýpi niður á 1100 m og jafnvel dýpra. Í sjónum leitar hún sér fæðu en heldur í ferskvatn til hrygningar. Hennar hefur aldrei orðið vart hér í ám né vötnum enda er sennilega of kalt þar fyrir hana. Í sjónum lifir hún á því að sjúga blóð úr fiskum og hvölum. Kemur þá sogmunnur hennar með beittum tönnum að góðu gagni. Steinsugan gefur frá sér efni sem hindrar storknun blóðs fórnardýranna. Auk blóðsins tekur hún hold og roð með.

Oft er litið á sæsteinsuguna sem plágu þar sem hún leggst á laxfiska og vatnasíldar og fleiri nytjafiska.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?