Rósafiskur

Rósafiskur
Rósafiskur
Rósafiskur
Rósafiskur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Rhodichthys regina
Danska: rød dyphavsringbug
Færeyska: kongasúgfiskur
Norska: kongeringbuk
Enska: threadfin sea snail
Franska: limace de mer à filaments
Rússneska: Родихтис атлантический / Rodikhtis atlantítsjeskij

Rósafiskur hefur mælst stærstur 31 cm.

Heimkynni rósafisks eru í djúpum Norður-Atlantshafs og Íshafsins. Á Íslandsmiðum fannst hann fyrst í Ingólfsleiðangrinum 1895-96 djúpt austur og norðaustur af Langanesi. Hann veiðist eingöngu í kalda sjónum á norðaustur miðum og djúpt fyrir Norðurlandi.

Rósafiskur er djúpfiskur og kaldsjávarfiskur ýmist við botn eða miðsævis. Hann heldur sig mest á eða yfir leirbotni á um 900-2400 m dýpi og við minna en 0°C.

Fæða er ýmiskonar svifkrabbadýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?